Undanfarnar vikur hefur staðið yfir uppsetning og æfingar á gamanleikritinu Beint í æð! eftir Ray Cooney í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar heitins. Verkið er hvorki meira né minna bráðfyndið og drephlægilegt, eða “bráðdrepandi og hlægilega fyndið” eins og leikstjórinn, Gunnar Björn Gunnarsson, mismælti sig svo skemmtilega á einni æfingunni.
Á sviðinu verða bæði þrautreyndir og glænýjir leikfélagar, og úrvalsfólk á bakvið tjöldin. 11 leikarar eru á sviði en í heildina koma að 40 manns að uppsetningunni í ár. “Við vildum endilega hefja leikárið með hlátri og gleði, það veitir ekki af eftir síðustu misseri” segir Guðný Lára Gunnarsdóttir, formaður leikfélagsins. Frumsýning er þann 29 október en samkvæmt formanni eru aðrar sýningar flesta þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga klukkan 20 og sunnudaga klukkan 18 á meðan á sýningatímbili stendur.
Með hlutverk í sýningunni fara:
Stefán Örn Viðarsson sem Jón Borgar yfirlæknir á taugadeild
Runólfur Óli Daðason sem Grettir Sig skurðlæknir
Tristan Hauksson sem Grímur Briem læknir
Guðný Lára Gunnarsdóttir sem Jórunn yfirdeildahjúkrunarfræðingur
Jónheiður Ísleifsdóttir sem Súsanna Ósk eignkona Jóns Borgars
Dagbjört Kristmann sem Díana hjúkrunarfræðingur af skurðdeild
Íris L. Blandon sem Gróa móðir Grettirs
Hannes Örn Blandon sem Mannfreð sjúklingur á deild B.
Rebekka Lind Jónsdóttir sem Frímann sonur Díönu
Hilda Pálmadóttir sem Þorgerður yfirlæknir
Davíð Helgason sem Loftur Briem lögregla frá Höfn
