Formaður:
1. Boðar fundi; stjórnar, félags og aðalfundi. Er fundarstjóri nema á aðalfundi.
2. Er andlit félagsins útávið. Annast samskipti við opinbera aðila og aðra fyrir hönd félagsins.
3. Sér um verkaskiptingu á óskilgreindum verkefnum sem upp koma hverju sinni.
4. Hefur góða yfirsýn yfir starfsemi félagsins og fylgist með framkvæmd allra mála.
5. Miðlar upplýsingum úr formannapósti til stjórnar og félagsmanna.
Varaformaður:
1. Tekur yfir starf formanns í forföllum.
2. Þarf að hafa góða yfirsýn yfir störf formanns.
3. Formaður og varaformaður eru ábyrgir fyrir góðu upplýsingaflæði sín á milli og innan félagsins.
4. Er almennur stjórnarmeðlimur.
Gjaldkeri:
1. Hefur yfirumsjón með fjármunum félagsins, svo sem greiðir reikninga, ávaxtar fjármuni, innheimtir félagsgjöld o.s.frv.
2. Sér til að reikningar séu endurskoðaðir og skilar ársuppgjöri á aðalfundi.
3. Tekur við uppgjöri frá miðasölustjóra og framkvæmdastjóra hverju sinni.
4. Ber ábyrgð á félagasjóði.
5. Sér um beiðnakerfi vegna innkaupa félagsins.
6. Sækir um ríkisstyrkinn, styrki til sveitarfélagsins og aðra hugsanlega styrki.
Ritari:
1. Heldur fundargerðabók, skráir það sem fram kemur á stjórnarfundum og annað markvert utan þeirra.2. Heldur saman öllu sem félagið gefur út svo sem fréttabréfum, leikskrám og pistlum, og kemur í hendur sögunefndar.
3. Ritari fær formannapóst og heldur honum til haga.
4. Ritari sér um tölvupósthólf leikfélagsins og að koma tölvupóstum sem þangað berast áfram á rétta aðila.
Meðstjórnandi:
1. Sér um félagatal, yfirfer það og uppfærir árlega.
2. Sér um útgáfu fréttabréfa að hausti og að vori (f. Aðalfund), auk annarra tilkynninga, í samvinnu við ritara og gjaldkera.
Varastjórnarmenn:
1. Eru boðaðir á stjórnarfundi og æskilegt að þeir mæti.
2. Skulu fylgjast vel með störfum stjórnar.
3. Leysa af aðalstjórnarmenn í forföllum.
4. Ganga til liðs við framkvæmdastjóra sýninga og taka að sér vinnu við sýningar (t.d. plakatadreifingu) séu þeir ekki í hlutverki.
Önnur almenn störf
Tækjavörður:
1. Tækjavörður er skipaður af stjórn
2. Heldur utan um eignarhald og varðveislu tæknibúnaðar. Hann skal hafa góða yfirsýn yfir tæknieign félagsins
3. Sér til þess að tæknibúnaður sé í lagi og hefur umsjón með viðhaldi tæknibúnaðar
4. Sér um útlán tæknibúnaðar. Leyfi stjórnar skal liggja fyrir útláni hverju sinni
5. Kemur með tillögur að og sér um innkaup á nýjum tæknibúnaði
Leikmynda- og leikmunavörður:
1. Leikmynda- og leikmunavörður er skipaður af stjórn
2. Skal hafa góða yfirsýn yfir leikmynda- og leikmunaeign félagsins
3. Skal hafa góða yfirsýn yfir hvar leikmyndir og leikmunir eru varðveittir og að þeir séu varðveittir við viðunandi aðstæður
4. Skal hafa góða yfirsýn yfir smíðaefni, málingu, verkfæri og annað tilheyrandi í eigu félagsins og sjá um geymslu þeirra og skipulag
5. Hefur yfirumsjón með Músakjallara og skipulagi hans
6. Sér um útlán leikmuna. Sé um verðmæta muni að ræða eða verulegt útlán skal samþykki stjórnar liggja fyrir
Búningavörður:1. Búningavörður er skipaður af stjórn
2. Búningavörður skal velja sér 1-2 starfsmenn ef þurfa þykir til aðstoðar
3. Skal hafa góða yfirsýn yfir búningaeign og búningavörslu félagsins
4. Sér um skipulag og flokkun búninga, þeir séu á sínum stað og vel um þá gengið
5. Mótar og setur skýrar reglur um umgengni við búninga félagsins sem og lánsbúninga í samráði við stjórn
6. Sér um útlán búninga og skal skilyrðislaust skrá niður allt lán á búningum og sjá um endurheimt þeirra og tilkynna strax til stjórnar séu vantkantar á endurheimt eða ástandi búninga við útlán. Sé um verðmæta búninga að ræða eða verulegt útlán skal samþykki stjórnar liggja fyrir
Sminkvörður:
1. Stjórn skipar sminkvörð
2. Skal hafa góða yfirsýn yfir smink- og hárkollueign félagsins og varðveislu þeirra
3. Sér um skipulag sminkherbergis, að smink sé í röð og reglu og hárkollur á réttum stað
4. Sminkvörður tilkynnir yfirsminku og/eða hármeistara sé hann ósáttur við umgengni í sminkherbergi meðan leiksýningar eru í gangi
5. Sér um útlán hárkolla. Samþykki stjórnar skal liggja fyrir hverju sinni
Húsvörður:
1. Húsvörður er skipaður af stjórn
2. Húsvörður skal velja sér 1-2 starfsmenn sér til aðstoðar ef þurfa þykir
3. Skal hafa sér lykil og vera tiltækur til að opna eða vísa á manneskju til að opna þegar þess gerist þörf og læsa og ganga frá þurfi aðstoð við það
4. Sinnir almennum húsvarðastörfum, s.s. að stilla hita, loftræsta, slökkva ljós, tæma rusl, skipta um perur o.s.frv.
5. Sér til þess að nóg sé til af rekstrarvörum s.s. kaffi, klósettpappír, hreinsiefnum, pappír, ljósaperum o.s.frv.
6. Sér til þess að vel sé gengið um og að nauðsynleg þrif fari fram í leikhúsinu. Hann skal móta og setja skýrar reglur um umgengni í húsinu í samráði við stjórn og gera þær aðgengilegar
7. Hefur yfirumsjón með skipulagi innahúss, í samráði við stjórn og aðra starfsmenn. Húsvörður skal koma með og sjá um skipulagsbreytingar innanhúss þyki honum þörf á þeim
8. Sér um að almennt viðhald innanhúss fari fram og sé haganlega gert. Samþykki stjórnar skal liggja fyrir sé viðhald eða breytingar umfangsmiklar eða kostnaðarsamar
9. Skal hafa góða yfirsýn yfir ástand leikhússins utandyra og tilkynna þegar til stjórnar ef viðhalds eða breytinga er þörf
10. Skal halda skrá yfir störf sín og innkaup á rekstrarvörum. Stjórn getur farið fram á að fá skýrslu um störf húsvarðar ef þurfa þykir
Önnur störf – Leiksýningar
Framkvæmdastjóri sýningar:
1. Stjórn ræður framkvæmdastjóra vegna hverrar sýningar, en hann velur sér síðan eftirtalda starfsmenn í samráði við stjórn:
a. Sviðsstjóra
b. Miðasölustjóra
c. Leikskrárstjóra
d. Kjallarameistara
e. Fjölmiðlafulltrúa (auglýsingastjóra)
f. Tæknistjóri
g. Sýningarstjóri
h. Hár og förðunarmeistari
i. Búningameistari
2. Framkvæmdastjóri er ráðinn fyrir hvert verkefni. Hann hefur störf um leið og verkefni er valið og hefur nána samvinnu við leikstjóra. Hann lýkur ekki störfum fyrr en allt er frágengið þegar sýningum lýkur.
3. Framkvæmdastóri ber ábyrgð á að manna öll áðurtalin störf og hefur yfirumsjón með að þau séu unnin.
4. Framkvæmdastóri þarf að hafa gott samstarf við stjórn og situr stjórnarfundi. Milli stjórnarfunda er gjaldkeri félagsins tengiliður hans.
5. Framkvæmdastjóri boðar og stjórnar framkvæmdafundum vikulega meðan á æfingum stendur með leikstjóra, hönnuðum sýningar, tæknistjóra, gjaldkera, formanni og þeim yfirmönnum annarra deilda sem þurfa þykir. Á framkvæmdafundum er farið yfir stöðu mála og gert framkvæmdaplan fyrir næstu viku.
6. Framkvæmdastjóri er ábyrgur fyrir daglegum rekstri sýningar undir stjórn gjaldkera. Hann er bundinn af fjárhagsáætlun sem hann fær frá stjórn. Enginn verslar inn fyrir sýningu nema með leyfi framkvæmdastjóra og gjaldkera. Framkvæmdastjóra er óheimilt að veita leyfi umfram fjárhagsáætlun nema með samþykki stjórnar.
7. Framkvæmdastjóri leggur fram sýningarplan í samráði við stjórn.
8. Framkvæmdastjóri er ábyrgur fyrir öllum frágangi og skilum á lánshlutum eftir að sýningum lýkur og skilar uppgjöri til gjaldkera.
a. Sviðsstjóri
1. Ber ábyrgð á tímasetningum, réttum innkomum – og að allt og allir séu ,,til reiðu” þegar hver sýning hefst
2. Hefur yfirumsjón með störfum sviðsmanna
3. Hefur yfirumsjón með/annast tiltekt á sviði
4. Er síðasti maður úr húsi, slekkur, læsir o.s.frv.
b. Miðasölustjóri
1. Skal velja starfsfólk í miðasölu og sælgætissölu
2. Gerir upp hverja sýningu og skilar til gjaldkera
3. Sér um skipulag og umsjón miðapantana
4. Sér um sælgætissölu og innkaup
c. Leikskrárstjóri
1. Hefur störf um leið og framkvæmdastjóri
2. Ræður tvo starfsmenn í leikskrárnefnd
3. Sér um auglýsingaöflun – myndatökur – söfnun greina og upplýsinga og útgáfu leikskrár ásamt prófarkarlestri
d. Kjallarameistari
1. Hefur störf a.m.k. tveimur vikum fyrir frumsýningu
2. Hefur umsjón með tiltekt í kjallara
3. Skipuleggur búningaaðstöðu fyrir hvern leikara og sér til þess að hún sé notuð
4. Sér um innkaup fyrir kjallara á t.d. hreinlætis- og kaffivörum
e. Fjölmiðlafulltrúi (auglýsingastjóri)
1. Selur sýninguna!
2. Hefur störf um leið og framkvæmdastjóri
3. Ber ábyrgð á kynningum og auglýsingum – fyrir sýningar og á meðan sýningartímabilið stendur
4. Kemur fréttatilkynningum á ljósvakamiðla og í blöð – bæði í dagblöðin og heimablöðin – myndum með þar sem það á við
5. Býður gagnrýnendum á sýninguna
6. Stjórnar plakatadreifingu og ræður plakatapósta (til dreifingar plakata)
f. Tæknistjóri
1. Hefur störf um leið og framkvæmdastjóri
2. Er yfirmaður tæknimála sýningar og ber ábyrgð á þeim
3. Ræður ljósamann, hljóðmann, yfirsmið og smiði og aðra tæknimenn ef þurfa þykir
4. Sér um að útvega nauðsynleg tæki og smíðaefni fyrir sýningu í samráði við tækjavörð og leikmynda- og leikmunavörð
5. Sér til þess að tæknivinna sé unnin samkvæmt hugmyndum leikstjóra og hönnuða, innan fjárhagsramma sinnar deildar
6. Sér til þess að tæknimenn sinni sínu starfi af vandvirkni
g. Sýningarstjóri:
1. Sýningarstjóri hefur störf a.m.k. viku fyrir frumsýningu
2. Ber ábyrgð á að sýningar hefjist á réttum tíma og tilkynnir leikhópnum hve langt er í sýningu
3. Ber ábyrgð á að allt sé til reiðu og gefur merki um að sýning megi hefjast (gildir líka eftir hlé)
4. Sér til þess að áhorfendum líði vel og forstofa og salur sé snyrtilegur á sýningum
5. Boðar og afboðar sýningar að höfðu samráði við stjórn
h. Hár- og förðunarmeistari:
1. Hár- og förðunarmeistari ræður sér þær sminkur sem nauðsynlegar eru við leiksýningu
2. Sér um innkaup á sminki og hárkollum fyrir sýningu og að innkaupin séu innan fjárhagsramma sinnar deildar
3. Sér um og ber ábyrgð á láni og skilum á utanaðkomandi hárkollum fyrir sýningu
4. Sér til þess að förðun og hárgreiðsla séu samkvæmt óskum leikstjóra og hönnuða og unnin af vandvirkni
5. Sér til þess að snyrtilega sé gengið um sminkherbergi og vel farið með förðunarbúnað og hárkollur. Einnig að gengið sé frá eftir sýningar
i. Búningameistari:
1. Búningameistari ræður sér saumakonur og aðra starfsmenn sem þurfa þykir
2. Sér til þess að nauðsynlegir búningar séu fundnir til og heldur utan um búninganotkun hverrar sýningar
3. Sér um innkaup og söfnun efnis fyrir búningagerð og að innkaupin séu innan fjárhagsramma sinnar deildar
4. Sér um og ber ábyrgð á láni og skilum á utanaðkomandi búningum fyrir sýninguna
5. Sér til þess að búningar séu samkvæmt óskum leikstjóra og búningahönnuðar og séu unnir af vandvirkni
6. Sér til þess að leikarar gangi af alúð og virðingu um búningana
7. Sér til þess að nauðsynlegt viðhald fari fram meðan á sýningum stendur
Samþykkt skipurit eftir breytingar á aðalfundi Leikfélags Selfoss 21. apríl 2010