Frumsýning: 22. janúar 2010
Fjöldi sýninga: 18
Fjöldi áhorfenda: 770
Leikstjóri: Ólafur Jens Sigurðsson
Höfundur: Voltaire
Leikendur: Bjarni Stefánsson, Brynjólfur Ingvarsson, Erla Dan Jónsdóttir, F. Elli Hafliðason, Guðmundur Bjarnason, Hildur Edda Hilmarsdóttir, Hrefna Clausen, Jósep Helgason, Maríanna Ósk Sigfúsdóttir, Óðinn Davíðsson Löve, Ragnheiður Helga Jónsdóttir, Ragnheiður Pálsdóttir, Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson, Stefán Ólafsson, Viktor Ingi Jónsson
Sviðsmenn: Gunnhildur Þórðardóttir, Gísli Sigurjónsson, Páll Skaftason, Dagbjartur Ketilsson, Karel Atli Ólafsson
Aðrir bakvið tjöldin: Benedikt Þór Axelsson, Hallur Karl Hinriksson, Davíð Kristjánsson, Gunnar Páll Júlíusson, Einar Sindri Ólafsson, Sigmar Örn Aðalsteinsson, Eyjólfur Pálmarsson, Guðmundur Jósefsson, Ingvar Guðni Brynjólfsson, Jósef Geir Guðmundsson, Lárus Jóhannsson, Ólafur Árni Másson, Sigrún Sighvatsdóttir, Svanhildur Karlsdóttir, Elín Finnbogadóttir, Kristrún Jónsdóttir, Sigríður Hafsteinsdóttir, Margrét Valdimarsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Hafdís Steingrímsdóttir, Eva Bjarnadóttir, Sjöfn Þórarinsdóttir, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Lilja Jóna Halldórsdóttir
Um leikritið: Leikfélag Selfoss hefur bjart og fallegt hjarta sem slær af metnaði í hverju því sem það tekur sér fyrir hendur og er sýning vetrins sönnun þess en um þessar mundir sýnir leikfélagið hið þekkta verk Birtíng eftir franska heimsspekinginn Voltaire. Notast er við leikgerð Hafnarfjarðarleikhússins frá fyrstu uppfærlu verksins á Íslandi, en það er unnið upp úr snilldarlegri þýðingu Halldórs Kiljan Laxness og hefur yfir sér skemmtilegan Laxneskan blæ. Þótt sagan sé gömul á hún vel við nútímann enda fjallar hún um mannlegt eðli (og jafnvel óeðli) sem lítið hefur breyst í aldanna rás. Sagan á 250 ára útgáfuafmæli um þessar mundir auk þess sem 65 ár eru frá því að þýðing Laxness kom út á Íslandi.
Sagan gerist á 18. öld og fjallar um hinn bjarta og fallega, en umfram allt einfalda Birtíng sem fyrir óheppni er rekinn úr kastalanum er hann ólst upp í. Þar hafði heimsspekingurinn Altunga uppfrætt hann frá unga aldri um Alheimsviskukenningu sína, að við lifum í hinum besta heimi allra heima. Birtíngur þvælist fyrir röð tilviljana vítt og breitt um heiminn í leit sinni að hinum besta heimi allra heima en sífellt erfiðara verður að sannfæra sjálfan sig um réttmæti kenningarinnar. Á ferðalagi sínu hittir hann fyrir fjöldann allan af sérstökum og oft stórskemmtilegum karakterum sem leiða hann í hvert ævintýrið á fætur öðru við hinar furðulegustu aðstæður.
Uppsetningin var mjög krefjandi enda svið Litla leikhússins við Sigtún á Selfossi lítið, sérstaklega með tilliti til þess að ferðalag verksins gerist á 33 mismunandi stöðum víðs vegar um heiminn. Saumaðir voru 76 búningar fyrir jafn mörg hlutverk auk þess sem unnar voru 20 hárkollur. Segja má að öll vinna kringum sýninguna hafi verið þrekvirki á sinn hátt sem skilar metnaðarfullri og fallegri sýningu með mátulegri blöndu af gamni og alvöru.
Sýningin var valin sem ein af þremur íslenskum sýningum á NEATA-leiklistarhátíðina á Akureyri í ágúst 2010. Þessi viðamikla sýning fór því í ferðalag á norðurland með öllu sínu umstangi og var sýnd þar í menningarhúsinu Hofi.