Þann 3. nóv var verkið “Vertu svona kona” í leikstjórn Guðfinnu Gunnarsdóttur frumsýnt við mikinn fögnuð áhorfenda og markar upphaf 60 ára afmælisárs Leikfélagsins sem stofnað var 9. Janúar 1958.
Sýningin er sameiginleg sköpun leikstjórans, leikhópsins og hins skapandi teymis. Öll tónlist og hljóðmynd er í höndum Kristjönu Stefánsdóttur, leikmyndahönnuður er María Marko og um ljósahönnun sér Benedikt Axelsson.
Viðfangsefni verksins er konan í sögunni og sagan í konunni. Hvað þýðir það að vera kona? Verkið snertir á hinum ýmsu hliðum konunnar; stelpunni, ástinni, vináttunni, kröfunum, þörfunum, ævintýrunum, ellinni og dauðanum. Það fléttar saman sögur úr bókinni “Góð bein” eftir Margaret Atwood, texta eftir Guðfinnu leikstjóra og sögur frá leikhópnum, sem samanstendur af 12 leikurum á öllum aldri. Með einlægni og húmor að leiðarljósi segjum við sögu konunnar í allri sinni fegurð og ljótleika.
Þar sem sýningartímabilið er stutt og aðeins verða sýndar átta sýningar hvetjum við tilvonandi áhorfendur til að panta sér miða sem fyrst.
Almennt miðverð er 2.500 kr. Hópaverð (10 eða fleiri) er 2.000 kr. á mann og hægt er að fá allan salinn (80 sæti) á 100.000 kr.
Miðapantanir fara fram á netfanginu leikfelagselfoss@gmail.com og í síma 482 2787 eftir kl. 16 á daginn.
Allar sýningar hefjast kl. 20:00
Sýningar
Frumsýning 3. Nóvember – Uppselt
2. sýning 5. Nóvember – lokið
3. sýning 7. Nóvember
4. sýning 9. Nóvember
5. sýning 10. Nóvember
6. sýning 12. Nóvember
7. sýning 16. Nóvember
8. sýning 17. Nóvember