Frumsýning: 10. mars 2006
Fjöldi sýninga: 20
Fjöldi áhorfenda: 1200
Leikstjóri: Jón St. Kristjánsson
Höfundur: Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson
Leikendur: Hilda Pálmadóttir, Hrefna Clausen, Rúnar Hjálmarsson, F. Elli Hafliðason, Dagbjartur Ketilsson, Víðir Örn Jóakimsson, Erlingur Brynjólfsson, Bjarni Stefánsson, Davíð Kristjánsson, Eyjólfur Pálmarsson, Stefán Ólafsson, Dagur Fannar Magnússon, Guðmundur Bjarnason, Hermann Dan Másson, Kolbrún Lilja Guðnadóttir, Eiríkur Georgsson, Gunnar Karl Magnússon, Guðfinna Gunnarsdóttir, Sigrún Sighvatsdóttir
Aðrir bakvið tjöldin: Helga Rún Pálsdóttir, Hanna Arima, Helga Guðlaugsdóttir, Hafdís Steingrímsdóttir, Aðalheiður Birgisdóttir, Svanhildur Karlsdóttir, Helga Pálmarsdóttir, Kristín Stefánsdóttir, Þórarinn Blöndal, Páll Ragnar Haraldsson, Davíð Örn Guðmundsson, Tryggvi Geir Oddsson, Ólafur Magnús Hauksson, Einar Þorgeirsson, Magnús Kjartan Eyjólfsson, Guðlaugur Karl Skúlason, Benedikt Axelsson, Eiríkur Ketilsson, Svala Möller, E. Arna Árnadóttir, Eygló Hreiðarsdóttir, Guðmundur Karl Sigurdórsson, Erla Dan Jónsdóttir, Íris Árný Magnúsdóttir,
Um leikritið: Leikritið segir frá hinu fræga Kambsráni í Flóa árið 1827 og hvernig Þuríður formaður Einarsdóttir átti sinn þátt í rannsókn málsins. Ránið að Kambi var eitt umfangsmesta sakamál 19. aldar á Íslandi og þáttur Þuríðar formanns á Stokkseyri í lausn málsins nokkuð einstakur auk þess sem sakborningarnir tengdust fjölmörgum Sunnlendingum ættarböndum og gera auðvitað enn. Og eins og margir vita þá var hún Þuríður þessi mikil baráttukona í hörðum karlaheimi.
Sigurgeir Hilmar hefir nú samið leikrit sem byggt er að mestu á bók Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi um málið. Jón Stefán Kristjánsson leikstjóri og leikhópurinn hafa svo þróað verkið enn frekar. Með hlutverk Þuríðar fer Hilda Pálmadóttir en Rúnar Hjálmarsson leikur Sigurð Gottvinsson. Ekkert hefir verið til sparað til að gera þessa sýningu sem best úr garði og er það því von leikfélaga á Selfossi að Sunnlendingar og aðrir flykkist í leikhúsið til að sjá þetta leikrit um einstakan kvenskörung og afdrifaríkan glæp sem enn kitlar ímyndunarafl fólks á vorum tímum.