Frumsýning: 18. Janúar 2013
Fjöldi sýninga: 22
Fjöldi áhorfenda: 1464
Leikstjóri: Lilja Nótt Þórarinsdóttir
Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson
Leikendur: Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson, Guðmundur Karl Sigurdórsson, Kolbrún Lilja Guðnadóttir, Sigríður Hafsteinsdóttir, Viktor Ingi Jónsson, F. Elli Hafliðason, Ármann Ingunnarson, Erla Dan Jónsdóttir, Rakel Ýr Stefánsdóttir, GUnnhildur Þórðardóttir, Finnur Hafliðason, Sölvi B. Hilmarsson, Bjarni Stefánsson, Sigrún Sighvatsdóttir, Halldóra Öfjörð, Gunnlaugur Ragnarsson, Álfrún Björt Agnarsdóttir, Rannveig Óladóttir Tónlist: Magnús Kjartan Eyjólfsson, Guðmundur Eiríksson, Teitur Magnússon, Arnar Freyr Guðmundsson
Aðrir bakvið tjöldin: Eyjólfur Pálmarsson, Stefán Ólafsson, Sigmar Örn Aðalsteinsson, Axel Benediktsson, Guðmundur Bjarnason, Arnþór Benediktsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Hafdís Steingrímsdóttir, Kristrún Jónsdóttir, Ósk Sveinsdóttir, Jóhanna Ríkey Jónsdóttir, Gerður Halldóra Sigurðardóttir, Guðbjörg Helga Sigurdórsdóttir, Lilja Jóna Halldórsdóttir, Sigurlaug Gréta Magnúsdóttir, Svanhildur Karlsdóttir, Alma Rún Franzdóttir
Um sýninguna: Þrek og tár var fyrst frumsýnt í Þjóleikhúsinu árið 1995 og naut mikilla vinsælda. Í verkinu fáum við að fylgjast með upprifjun ungs manns á æskuárum sínum og lífi ósköp venjulegrar fjölskyldu á sjötta áratugnum. Mörg kunnug og skemmtileg dægurlög prýða verkið sem margir ættu að kannast við.
Það er búið að vera mikið líf og fjör á æfingatímabilinu. Allir hafa lagst á eitt að gera sýninguna sem besta úr garði. Við fengum til liðs við okkur Lilju Nótt Þórarinsdóttur til að leikstýra verkinu. Er þetta í fyrsta skipti sem við njótum krafta hennar og kunnum henni bestu þakkir fyrir ánægjulegt og gott samstarf.
Við erum afar stolt af þessar viðamiklu uppfærslu þar sem um þrjátíu manns koma að á einn eða annan hátt. Flottur hópur leikara og tónlistarmanna stíga hér á svið en átján leikarar taka þátt í sýningunni auk þriggja manna hljómsveitar.