Frumsýning: 21. október 2011
Fjöldi sýninga: 10
Fjöldi áhorfenda: 654
Leikstjóri: Don Ellione
Höfundur: Skúli Rúnar Hilmarsson og Örn Alexandersson
Leikendur: Álfrún Björt Agnarsdóttir, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Linda Ósk Valdimarsdóttir, Sigríður Hafsteinsdóttir, Gunnlaugur Ragnarsson, Hlynur Róbertsson, Einar Þorgeirsson, Þórný Björk Jakobsdóttir
Tónlist: Árni Þór Guðjónsson, Anton Guðjónsson, Jóhanna Höeg Sigurðardóttir
Aðrir bakvið tjöldin: Eyjólfur Pálmarsson, Sigmar Örn Aðalsteinsson, Davíð Kristjánsson, Hafdís Steindgrímsdóttir, Helga Guðlaugsdóttir, Sigrún Sighvatsdóttir, Stefán Ólafsson, Svanhildur Karlsdóttir, Magnús Kjartan Eyjólfsson, Finnur Hafliðason, Guðmundur Bjarnason, Hlynur Víðisson, Kristrún Jónsdóttir, Alma Rún Franzdóttir, Rannveig Óladóttir, Guðmundur Karl Sigurdórsson, Lilja Jóna Halldórsdóttir, Erla Dan Jónsdóttir
Um leikritið: Rúi og Stúi eru sérkennilegir uppfinningamenn sem hafa fundið upp vél sem getur búið til eða lagað hvað sem er.Bæjarbúar eru afar ánægðir með vélina eins og gefur að skilja en blikur eru á lofti þegar vélin bilar og bæjarstjórinn hverfur. Samtímis fer skuggalegur karakter á kreik í bænum og undarlegustu hlutir fara að hverfa úr fórum bæjarbúa.
Rúi og Stúi er skemmtilegt Íslenskt verk með grípandi lögum sem höfðar til barna á breiðu aldursbili. Leikstjórinn var heimamaðurinn Don Ellione, öðru nafni F. Elli Hafliðason, og var þetta frumraun hans í leikstjórn á leikriti í fullri lengd. Leikhópurinn var skemmtileg blanda af börnum, unglingum og fullorðnum.