Open mic night Leikfélags Selfoss verður haldið 12. október klukkan 20:00. Öllum er velkomið að láta ljós sitt skína með söng, dansi, ljóðalestri eða leik. Endilega mætið og sýnið hvað í ykkur býr.
Aðalfundur LS 2019

Aðalfundur Leikfélags Selfoss 2019 verður haldinn miðvikudaginn 15. maí kl. 20:00 í Litla leikhúsinu við Sigtún. Viðhöfð verða venjuleg aðalfundarstörf, m.a. stjórnarkjör og inntaka nýrra félaga. Aðalfundir L.S. eru heimilislegir og í flesta staði léttir og skemmtilegir. Allir eru velkomnir. Sérstaklega er vakin athygli á því að nýir félagar geta gengið formlega í félagið á […]
Á vit ævintýranna frumsýnt 12. okt

Þann 12. október frumsýnir Leikfélag Selfoss fjölskylduverkið „Á vit ævintýranna“ í leikstjórn Ágústu Skúladóttur í Litla leikhúsinu við Sigtún. Verkið er sameiginleg sköpun leikhópsins og leikstjórans en er byggt á ævintýri H.C. Andersens um Litla Kláus og stóra Kláus í þýðingu Steingríms Thorsteinsonar, ljóðinu Sálin hans Jóns míns eftir Davíð Stefánsson ásamt kvæðinu En hvað […]
60 ára afmælisfögnuður Leikfélags Selfoss
Í tilefni 60 ára afmælis Leikfélags Selfoss munum við blása til afmælisfögnuðar í Tryggvaskála þann 11. maí næstkomandi. Húsið opnar kl. 19:30 og kl. 20 hefst skemmtidagskrá í boði leikfélaga. Boðið verður upp á léttar veitingar og smárétti. Miðaverð er 4.900 kr. og verður miðasala auglýst síðar. Endilega takið daginn frá! Við hvetjum félagsmenn og […]
Aðalfundur Leikfélags Selfoss 2018
Aðalfundur Leikfélags Selfoss 2018 verður haldinn mánudaginn 14. maí kl. 20:00 í Litla leikhúsinu við Sigtún. Viðhöfð verða venjuleg aðalfundarstörf, m.a. stjórnarkjör og inntaka nýrra félaga. Aðalfundir L.S. eru heimilislegir og í flesta staði léttir og skemmtilegir. Allir eru velkomnir.Sérstaklega er vakin athygli á því að nýir félagar geta gengið formlega í félagið á aðalfundi. […]
Glæpir og góðverk verður frumsýnt 16. febrúar
Um þessar mundir fagnar Leikfélag Selfoss 60 ára afmæli og stendur félagið fyrir afar glæsilegri dagskrá á afmælisárinu. Stífar æfingar standa nú yfir á aðalsýningu leikársins sem er fjölskyldugamanverkið Glæpir og góðverk í leikgerð Sigrúnar Valbergsdóttur, byggt á leikriti Anton Delmar. Verkið segir frá þremur hjartagóðum systrum sem erfa húsnæði eftir bróður sinn. Systurnar þrjár […]