Frumsýning: 22. janúar 2005
Fjöldi sýninga: 17
Fjöldi áhorfenda: 800
Leikstjóri: Sigrún Sól Ólafsdóttir
Höfundur: Sigrún Sól Ólafsdóttir og leikhópurinn
Leikendur: F. Elli Hafliðason, Bjarni Stefánsson, Íris Árný Magnúsdóttir, Berþóra Kristín Ingvarsdóttir, Erlingur Brynjólfsson, Víðir Örn Jóakimsson, Jóhanna Margrét Einarsdóttir, Erla Dan Jónsdóttir, Stefán Ólafsson, Bjarney Ágústsdóttir, Helgi Fannar Valgeirsson, Hrefna Clausen, Hanna Arima
Tónlist: Pálmi J. Sigurhjartarson, Eyjólfur Pálmarsson
Aðrir bakvið tjöldin: Benedikt Axelsson, Fjóla Signý Hannesdóttir, Sigríður J. Guðmundsdóttir, Magnea Sigurðardóttir, Ólafur Magnús Hauksson, Guðmundur Karl Sigurdórsson, Einar Þorgeirsson, Svanhildur Karlsdóttir, Rannveig Hjálmarsdóttir, Harpa Rut Heiðarsdóttir
Um leikritið: Nýrík hjón halda af stað á ættarmót að Búðum á Snæfellsnesi en fyrir misskilning enda þau á tjaldstæðinu á Flúðum. Þau ákveða að gera gott út hlutunum og staldra við. Þar kynnast þau alls kyns furðulegum persónum yfir eina helgi, m.a. sjálfumglaða tjaldvarðarflagaranum, fullkomna parinu, einstæðu móðurinni með vandræðaunglinginn, drykkfellda fyrrum fræga helgarpabbanum, náttúruunnandi túristanum, flöskuelskandi héraðslöggunni í tilvistarkreppu og fleirum skemmtilegum. Segja má að helgin þróist heldur betur á annan veg en til var ætlast.Náttúran kallar er spunaverk sem unnið var frá grunni af leikhópnum og leikstjóra. Upphafið var eins konar helgarnámskeið þar sem leikararnir skiptust á sögum sem tengdust útilegu og ferðalögum og varð það útgangspunktur sýningarinnar. Útkoman var fjöldi skemmtilegra persóna og ótrúlegustu uppákomur í næstum sönnum íslenskum veruleika.
Sýningin var einnig sýnd á alþjóðlegri leiklistarhátíð á Akureyri 2005.