Leiklistarnámskeið hjá Leikfélag Selfoss
Leikfélag Selfoss verður með tvö leiklistarnámskeið fyrir tvo aldurshópa, 11-15 ára (2008-2004) og 16-20 ára (1999-2003). Farið verður í hina ýmsu töfra og leiki leikhússins, unnið í að efla skapandi hugsun og frumkvæði ásamt því að vinna saman sem jafningjar. Hver námskeiðsdagur mun færa nemendur nær því að skapa stutt leikverk sem sýnt verður á lokadeginum. Kennari á námskeiðinu er Rakel Ýr Stefánsdóttir leikkona og leikstjóri.
Tímasetningar fyrir 11-15 ára
16. nóv. laugardagur kl. 12:00-16:00
30. nóv. laugardagur kl. 12:00-16:00
4. des. miðvikudagur kl. 17:00-20:00
7. des. laugardagur kl. 12:00-16:00
11. des. miðvikudagur kl. 17:00-20:00
Tímasetningar fyrir 16-20 ára
16. nóv. laugardagur kl. 17:00-21:00
30. nóv. laugardagur kl. 17:00-21:00
3. des. þriðjudagur kl. 17:00-20:00
7. des. laugardagur kl. 17:00-20:00
10. des. þriðjudagur kl. 17:00-20:00
11. des. miðvikudagur kl. 20:00-22:00
Skráning fer fram á póstfangið rakelstefansdottir96@gmail.com og í síma 862 9318. Verð aðeins 8.500 kr. Nánari upplýsingar er hægt að finna á facebooksíðu Leikfélags Selfoss.