Verkið er bráðfyndið og drephlægilegt, eða “Bráðdrepandi og hlægilega fyndið” eins og leikstjórinn, Gunnar Björn Guðmundsson, mismælti sig á einni æfingunni.
Á sviðinu verða bæði þrautreyndir og glænýjir leikfélagar, og úrvalsfólk á bak við tjöldin.
“Við vildum endilega hefja leikárið með hlátri og gleði, það veitir ekki af eftir síðustu misseri”, segir Guðný Lára Gunnarsdóttir, formaður leikfélagsins. Og eftir að hafa litið við á æfingu á dögunum get ég staðfest að það mun sannarlega verða glatt á hjalla í sal litla leikhússins við Sigtún nú í haust.
Stefnt er á frumsýningu 29. október 2021.