Frumsýning: 4. mars 2011
Fjöldi sýninga: 15
Fjöldi áhorfenda: 564
Leikstjóri: Gunnar Björn Guðmundsson
Höfundur: Gunnar Björn Guðmundsson og leikhópurinn
Leikendur: Bjarni Stefánsson, Sigríður Hafsteinsdóttir, Gunnar Karl Ólafsson, Guðmundur Bjarnason, Eydís Inga Valsdóttir, F. Elli Hafliðason, Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson, Sara Margrét Magnúsdóttir, Stefán Elí Gunnarsson, Einar Þorgeirsson
Aðrir bakvið tjöldin: Ingvar Guðni Brynjólfsson, Eyjólfur Pálmarsson, Stefán Ólafsson, Magnús Kjartan Eyjólfsson, Högni Harðarson, Jósep Helgason, Íris Árný Magnúsdóttir, Sigrún Sighvatsdóttir, Gerður Halldóra Sigurðardóttir, Sigmar Örn Aðalsteinsson, Pétur Karl, Gísli Sigurjónsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Hafdís Steindgrímsdóttir, Svanhildur Karlsdóttir, Lilja Jóna Halldórsdóttir, Guðmundur Karl Sigurdórssón, Maríanna Ósk Hölludóttir, Guðfinna Gunnarsdóttir
Um leikritið: Leikverkið er frumsamið spunaverk í samvinnu leikhópsins og leikstjóra. Það byggir á sunnlenskum þjóðsögum en við vinnuna var m.a. leitað til sagnamannsins Þórs Vigfússonar til ráðlegginga og fróðleiks.
Andi Móra, álfa og trölla svífur yfir vötnum í leikhúsinu en sýningin fjallar um hóp fólks sem stofnar félagsskap utan um sunnlenskan þjóðsagnaarf. Í vettvangsferð hópsins á söguslóðirnar fara hins vegar dularfullir atburðir að gerast og einn og einn týna ferðalangarnir tölunni.