Haustfundur Leikfélags Selfoss verður haldinn þriðjudaginn 27. september næstkomandi.
Dagskrá vetrarins verður kynnt, það verður kaffi á könnunni og góður félagsskapur.
Fundurinn hefst klukkan 20:00 og er opinn öllum sem hafa áhuga á að kynna sér starf leikfélagsins.
Við hvetjum áhugasama til að mæta og eiga notalega samverustund í litla leikhúsinu við Sigtún (rauða húsið við ána þegar beygt er inn hjá Krónunni)
Hlökkum til að sjá ykkur!