Loksins loksins er komið að þessu, við kynnum leiklistarnámskeið fyrir fullorðna (16 ára og eldri). Leiðbeinandi á námskeiðinu er Gunnar Björn Guðmundsson sem hefur einnig verið ráðinn leikstjóri fyrir verk vetrarins.Námskeiðið er þriggja daga leiklistarnámskeið með áherslu á gamanleik. Þetta er skapandi leiklistarnámskeið þar sem unnið er með leikgleði, samvinnu, sjálfstraust, spuna og virka hlustun. […]
Söng- og raddbeitingarnámskeið á sunnudag

Leikfélag Selfoss býður upp á áhugavert söng- og raddbeitingarnámskeið sunnudaginn 24. nóvember. Kennari verður Kristjana Stefánsdóttir, djass-söngkona og söngkennari. Kristjana er aðjúnkt við LHÍ, ásamt því hefur hún unnið við raddþjálfun leikara bæði í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Einnig hefur hún aðstoðað tónlistarfólk í Idol, X-Factor, Eurovision o.fl. Kristjana styðst við Complete Vocal tæknina frá Catrine […]
Næstu námskeið

Leiklistarnámskeið hjá Leikfélag Selfoss Leikfélag Selfoss verður með tvö leiklistarnámskeið fyrir tvo aldurshópa, 11-15 ára (2008-2004) og 16-20 ára (1999-2003). Farið verður í hina ýmsu töfra og leiki leikhússins, unnið í að efla skapandi hugsun og frumkvæði ásamt því að vinna saman sem jafningjar. Hver námskeiðsdagur mun færa nemendur nær því að skapa stutt leikverk sem […]