Frumsýnt: 21. Febrúar 2014
Fjöldi sýninga: 22
Fjöldi áhorfenda: 1500
Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir
Höfundur: Astrid Lindgren
Leikendur: Baldvin Alan Thorarensen, Bjarki Þór Sævarsson, Guðný Lára Gunnarsdóttir, Gunnhildur Þórðardóttir, Kolbrún Lilja Guðnadóttir, Hafþór Agnar Unnarsson, F. Elli Hafliðason, Ármann Ingunnarson, Einar Karl Júlíusson, Magnús Ágúst Magnússon, Aðalsteinn Jóhannsson, Haraldur Kjartansson, Viktor Ingi Jónsson, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Hafsteinn Óskar Kjartansson, Veigar Atli Magnússon, Hlynur Þór Róbertsson, Eydís Erna Guðmundsdóttir, Halldóra Ósk Öfjörð, Alma Rún Franzdóttir
Tónlist: Stefán Örn Viðarsson og Guðný Lára Gunnarsdóttir
Aðrir bakvið tjöldin: Guðríður Jana Arnarsdóttir, Sigmar Aðalsteinsson, Gísli Sigurjónsson, Baldvin Árnason, Sigrún Sighvatsdóttir, Rakel Sif Ragnarsdóttir, Eyjólfur Pálmarsson, Stefán Ólafsson, Sigrún Árnadóttir, Eiríkur Steinn Kristjánsson, Helga Guðlaugsdóttir, Halldór Árnason, Ólafur Týr Stefánsson, Gunnar Karl Ólafsson, Ómar Þór Arndal Gunnarsson, Alda Sigurðardóttir, Hafdís Steingrímsdóttir, Iðunn Óskarsdóttir, Sigríður J. Guðmundsdóttir, Kristrún Jónsdóttir, Ósk Sveinsdóttir, Jóhanna Hlín Kolbeinsdóttir, Guðlaug Stella Hafsteinsdóttir, Emilía Guðjónsdóttir, Sigrún Lilja Smáradóttir, Sigurlaug Gréta Magnúsdóttir, Guðmundur Karl Sigurdórsson, Sigríður Hafsteinsdóttir, Daníel Dan Jónsson, Lilja Jóna Halldórsdóttir
Um leikritið: Leikfélag Selfoss sýndi leikritið Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren vorið 2014. Verkið þarf vart að kynna fyrir fólki en þetta er ein magnaðasta saga höfundarins. Tuttugu leikarar tóku þátt í sýningunni. Leikstjóri verksins var Sigrún Valbergsdóttir og sýnt var í Litla leikhúsinu við Sigtún.
Bræðurnir Karl og Jónatan hittast aftur, eftir stutta jarðneska dvöl, í landinu Nangijala, þar sem sögur eru sagðar við varðeldana. Lífið í Kirsuberjadal mótast af grimma Riddaranum Þengli, sem ásamt eldspúandi drekanum Kötlu ræður þar ríkjum og valda þau skelfingu hvar sem þau koma. Karl og Jónatan, sem kallaðir eru bræðurnir Ljónshjarta, ákveða að berjast við hinn grimma Þengil og svartklæddu Riddarana hans.
Sýningin er ein af allra vinsælastu sýningum í sögu leikfélagsins.