Í tilefni 60 ára afmælis Leikfélags Selfoss munum við blása til afmælisfögnuðar í Tryggvaskála þann 11. maí næstkomandi.
Húsið opnar kl. 19:30 og kl. 20 hefst skemmtidagskrá í boði leikfélaga.
Boðið verður upp á léttar veitingar og smárétti.
Miðaverð er 4.900 kr. og verður miðasala auglýst síðar. Endilega takið daginn frá!
Við hvetjum félagsmenn og aðra til að mæta og fagna með okkur þessum merka áfanga í sögu Leikfélags Selfoss.
Allir velkomnir!