Aðalfundur LS 2019
Aðalfundur Leikfélags Selfoss 2019 verður haldinn miðvikudaginn 15. maí kl. 20:00 í Litla leikhúsinu við Sigtún. Viðhöfð verða venjuleg aðalfundarstörf, m.a. stjórnarkjör og inntaka nýrra félaga.  Aðalfundir L.S. eru heimilislegir og í flesta staði léttir og skemmtilegir. Allir eru velkomnir.

Sérstaklega er vakin athygli á því að nýir félagar geta gengið formlega í félagið á aðalfundi. Einnig er vakin athygli áhugasamra á því að skuldlausir félagar geta boðið sig fram í stjórn og varastjórn á aðalfundi (nýjir félagar líka). Auk þess er fundarmönnum frjálst að leggja erindi og fyrirspurnir fyrir fundinn í liðnum önnur mál. 

Tillögur til laga- eða skipuritsbreytinga má leggja fyrir aðalfund, en þær þurfa að berast til stjórnar eigi síðar en 2 vikum fyrir aðalfund, skriflega eða í tölvupósti. Lög og skipurit félagsins má sjá á heimasíðu leikfélagsins, leikfelagselfoss.is undir liðnum “Um félagið”. 

Að lokum minnum við á facebooksíðuna Leikfélag Selfoss, heimasíðuna leikfelagselfoss.is og tölvupóstinn leikfelagselfoss@gmail.com  þar sem hægt að skrá sig á póstlista og fá ýmsar tilkynningar um starf félagsins auk þess að spyrja nánar út í aðalfundinn.
Á vit ævintýranna frumsýnt 12. okt
Þann 12. október frumsýnir Leikfélag Selfoss fjölskylduverkið „Á vit ævintýranna“ í leikstjórn Ágústu Skúladóttur í Litla leikhúsinu við Sigtún.

Verkið er sameiginleg sköpun leikhópsins og leikstjórans en er byggt á ævintýri H.C. Andersens um Litla Kláus og stóra Kláus í þýðingu Steingríms Thorsteinsonar, ljóðinu Sálin hans Jóns míns eftir Davíð Stefánsson ásamt kvæðinu En hvað það var skrýtið eftir Pál J. Árdal. Allt stórskemmtilegir dýrgripir úr gullkistu ævintýranna.

Í verkinu verður frumflutt tónlist eftir Guðnýju Láru og Stefán Örn með textum eftir Karl Ágúst Úlfsson.

Miðapantarnir fara fram í gegnum netfangið midasala@leikfelagselfoss.is, í síma 482-2787 eða á netinu á slóðinni:
https://outlook.office365.com/owa/calendar/LeikflagSelfoss@leikfelagselfoss.is/bookings/

Miðaverð er 2.000 kr.
Hópatilboð er 1.500 kr fyrir 10 eða fleiri.

Allur salurinn kostar 100.000 kr sem tekur 80 manns.

Snapchat Leikfélags Selfoss: Leik-selfoss
60 ára afmælisfögnuður Leikfélags Selfoss
24.04.2018 - Jónheiður Ísleifsdóttir

Í tilefni 60 ára afmælis Leikfélags Selfoss munum við blása til afmælisfögnuðar í Tryggvaskála þann 11. maí næstkomandi.

Húsið opnar kl. 19:30 og kl. 20 hefst skemmtidagskrá í boði leikfélaga.

Boðið verður upp á léttar veitingar og smárétti.

Miðaverð er 4.900 kr. og verður miðasala auglýst síðar. Endilega takið daginn frá!

Við hvetjum félagsmenn og aðra til að mæta og fagna með okkur þessum merka áfanga í sögu Leikfélags Selfoss.

Allir velkomnir!

Aðalfundur Leikfélags Selfoss 2018 
24.04.2018 - Jónheiður Ísleifsdóttir

Aðalfundur Leikfélags Selfoss 2018 verður haldinn mánudaginn 14. maí kl. 20:00 í Litla leikhúsinu við Sigtún. Viðhöfð verða venjuleg aðalfundarstörf, m.a. stjórnarkjör og inntaka nýrra félaga.  Aðalfundir L.S. eru heimilislegir og í flesta staði léttir og skemmtilegir. Allir eru velkomnir.

Sérstaklega er vakin athygli á því að nýir félagar geta gengið formlega í félagið á aðalfundi. Einnig er vakin athygli áhugasamra á því að skuldlausir félagar geta boðið sig fram í stjórn og varastjórn á aðalfundi (nýjir félagar líka). Auk þess er fundarmönnum frjálst að leggja erindi og fyrirspurnir fyrir fundinn í liðnum önnur mál.
 
Tillögur til laga- eða skipuritsbreytinga má leggja fyrir aðalfund, en þær þurfa að berast til stjórnar eigi síðar en 2 vikum fyrir aðalfund, skriflega eða í tölvupósti. Lög og skipurit félagsins má sjá á heimasíðu leikfélagsins, leikfelagselfoss.is undir liðnum “Um félagið”.
Að lokum minnum við á facebooksíðuna Leikfélag Selfoss, heimasíðuna leikfelagselfoss.is og tölvupóstinn leikfelagselfoss@gmail.com  þar sem hægt að skrá sig á póstlista og fá ýmsar tilkynningar um starf félagsins auk þess að spyrja nánar út í aðalfundinn.

Breytingartillögur á skipuriti frá stjórn má sjá á facebook viðburði fyrir aðalfundinn á facebook síðu félagsins Leikfélag Selfoss.
Glæpir og góðverk verður frumsýnt 16. febrúar
Um þessar mundir fagnar Leikfélag Selfoss 60 ára afmæli og stendur félagið fyrir afar glæsilegri dagskrá á afmælisárinu. Stífar æfingar standa nú yfir á aðalsýningu leikársins sem er fjölskyldugamanverkið Glæpir og góðverk í leikgerð Sigrúnar Valbergsdóttur, byggt á leikriti Anton Delmar. 

Verkið segir frá þremur hjartagóðum systrum sem erfa húsnæði eftir bróður sinn. Systurnar þrjár þrá aðeins það eitt að hjálpa náunganum með smá aðstoð frá almættinu, skiptir þá engu hver sá náungi er og koma þær sér þannig jafnan í spaugilegar aðstæður. Einn af þeim er Breki Brjánn Búason eða Breyskur, fyrrverandi fangi sem systurnar skjóta skjólshúsi yfir eftir að hann losnar úr tugthúsinu og vinna svo að því hörðum höndum að koma honum á rétta braut í lífinu. Með góðum vilja og náungakærleik má ná mjög langt og það á svo sannarlega við um systurnar þrjár sem ekkert bágt mega sjá án þess að rétta hjálparhönd.

Leikstjóri sýningarinnar er Sigrún Valbergsdóttir en hún leikstýrði einnig verkinu Bróðir minn ljónshjarta sem Leikfélag Selfoss setti upp árið 2014. Sigrún hefur gríðarlega reynslu sem leikstjóri og hefur leikstýrt yfir 50 leiksýningum ásamt því að skrifa og þýða mikinn fjölda verka. Leikarar í sýningunni eru 12 talsins auk baktjaldarsérfræðinga sem eru leikmyndahöfundar og smiðir, tónlistarfólk, leikmuna- og búningahönnuðir, ljósahönnuður ofl. 

Frumsýning verður 16. febrúar og vill Leikfélag Selfoss hvetja alla Sunnlendinga svo og landsmenn alla að drífa sig á afar skemmtilega fjölskyldusýningu sem höfðar til allra aldurshópa. Einnig minnum við á Snapchat leikfélagsins sem heitir “leik-selfoss” þar sem hægt er að fylgjast með æfingarferlinu og skyggnast á bakvið tjöldin.
Vertu svona kona frumsýnt við mikinn fögnuð
06.11.2017 - Jónheiður Ísleifsdóttir

Þann 3. nóv var verkið "Vertu svona kona" í leikstjórn Guðfinnu Gunnarsdóttur frumsýnt við mikinn fögnuð áhorfenda og markar upphaf 60 ára afmælisárs Leikfélagsins sem stofnað var 9. Janúar 1958.

Sýningin er sameiginleg sköpun leikstjórans, leikhópsins og hins skapandi teymis. Öll tónlist og hljóðmynd er í höndum Kristjönu Stefánsdóttur, leikmyndahönnuður er María Marko og um ljósahönnun sér Benedikt Axelsson.

Viðfangsefni verksins er konan í sögunni og sagan í konunni. Hvað þýðir það að vera kona? Verkið snertir á hinum ýmsu hliðum konunnar; stelpunni, ástinni, vináttunni, kröfunum, þörfunum, ævintýrunum, ellinni og dauðanum. Það fléttar saman sögur úr bókinni “Góð bein” eftir Margaret Atwood, texta eftir Guðfinnu leikstjóra og sögur frá leikhópnum, sem samanstendur af 12 leikurum á öllum aldri. Með einlægni og húmor að leiðarljósi segjum við sögu konunnar í allri sinni fegurð og ljótleika.

Þar sem sýningartímabilið er stutt og aðeins verða sýndar átta sýningar hvetjum við tilvonandi áhorfendur til að panta sér miða sem fyrst.

Almennt miðverð er 2.500 kr. Hópaverð (10 eða fleiri) er 2.000 kr. á mann og hægt er að fá allan salinn (80 sæti) á 100.000 kr.

Miðapantanir fara fram á netfanginu leikfelagselfoss@gmail.com og í síma 482 2787 eftir kl. 16 á daginn.

Allar sýningar hefjast kl. 20:00

Sýningar

Frumsýning 3. Nóvember - Uppselt
2. sýning 5. Nóvember - lokið
3. sýning 7. Nóvember
4. sýning 9. Nóvember
5. sýning 10. Nóvember
6. sýning 12. Nóvember
7. sýning 16. Nóvember
8. sýning 17. Nóvember
Ný stjórn og tíðindi af aðalfundi
25.05.2017 - Don Ellione

Aðalfundur Leikfélags Selfoss var haldinn í Litla leikhúsinu við Sigtún þann 10. maí. Mæting á fundinn var góð og létt yfir fólki og fundinum að vanda. Farið var yfir starfið á leikárinu sem var að ljúka, teknir inn fjölmargir nýjir félagar og kosið í stjórn. 

Meðal þess sem kom fram á fundinum var að Guðfinna Gunnarsdóttir vinnur nú að undirbúningi á leiksýningu sem hún mun leikstýra næsta haust hjá leikfélaginu. Verkið verður kvennasýning en hún er unnin upp úr skáldverkum hinnar kanadísku Margaret Atwood. Einnig var afmælisnefnd leikfélagsins kynnt en Leikfélag Selfoss verður 60 ára þann 9. janúar 2018. Nefndin mun vinna að tillögum að afmælisdagskrá í tilefni þess. Ýmistlegt fleira skemmtilegt var rætt og fundurinn bráðfjörugur á köflum.

Nýr formaður var kosinn á fundinum en Sigrún Sighvatsdóttir fékk dynjandi lófaklapp allra viðstaddra í embættið. Hún er að taka við stjórnataumunum á ný eftir nokkurra ára hlé. Ný stjórn hefur nú skipt með sé verkum og er eftirfarandi: 

Formaður - Sigrún Sighvatsdóttir
Varaformaður - Guðný Lára Gunnarsdóttir
Ritari - Jónheiður Ísleifsdóttir
Gjaldkeri - Svanhildur Karlsdóttir
Meðstjórnandi - Viktor Ingi Jónsson

Í varastjórn sitja: F. Elli Hafliðason, Sigríður Hafsteinsdóttir og Gústav Þór Stolzenwald.


Artemis dansskóli sýndi Rauðhettu
25.05.2017 - Don Ellione

Leikfélagið fékk afar skemmtilega heimsókn síðustu vikuna í apríl. Dansskólinn Artemis á Selfossi mætti með her barna í leikhúsið til æfinga á dansútgáfu af ævintýrinu um Rauðhettu. Börnin voru á ýmsum aldri en yngstu þátttakendur sýningarinnar voru allt niður í 3 ára gamlir. Skólinn sýndi þrjár sýningar í Litla leikhúsinu við Sigtún 30. apríl, allar fyrir fullu húsi. 

Leikfélaginu þótti mikill heiður af því að fá þennan hóp af dönsurum framtíðarinnar í heimsókn. Sýningin var greinilegt merki um að framtíð sviðlista er björt á Selfossi. 


Aðalfundur Leikfélags Selfoss
05.05.2017 - Don Ellione

Aðalfundur Leikfélags Selfoss 2017 verður haldinn miðvikudaginn 10. maí næstkomandi í Litla leikhúsinu við Sigtún kl. 20:00. Viðhöfð verða venjuleg aðalfundarstörf, m.a. stjórnarkjör og inntaka nýrra félaga.  Aðalfundir L.S. eru heimilislegir og í flesta staði léttir og skemmtilegir. Allir eru velkomnir.

Sérstaklega er vakin athygli á því að nýir félagar geta gengið formlega í félagið á aðalfundi. Einnig er vakin athygli áhugasamra á því að skuldlausir félagar geta boðið sig fram í stjórn og varastjórn á aðalfundi (nýjir félagar líka). Auk þess er fundarmönnum frjálst að leggja erindi og fyrirspurnir fyrir fundinn í liðnum önnur mál. 

Að lokum minnum við á facebooksíðuna Leikfélag Selfoss, heimasíðuna leikfelagselfoss.is og tölvupóstinn leikfelagselfoss@gmail.com  þar sem hægt að skrá sig á póstlista og fá ýmsar tilkynningar um starf félagsins auk þess að spyrja nánar út í aðalfundinn.  


Leikfélag Selfoss / Sigtún 1, 800 Selfoss / leikfelagselfoss@gmail.com