Hugarflug
26.09.2016 - Don Ellione 
 
Leikfélag Selfoss tekst á Hugarflug sunnudaginn 2. október kl. 14:00 í Litla leikhúsinu við Sigtún. Þér og öllum vinum þínum er boðið.
 
Hugarflug er fyrst og fremst tilraunverkefni þar sem félagsmönnum leikfélagsins jafnt sem öðrum eru gefnar nokkuð frjálsar hendur til að setja upp stutt verk, flytja tónlist, ljóð eða annað í svipuðum dúr. Þar koma saman reynslubolta sem og ungir og óslípaðir demantar sem eiga framtíðina fyrir sér. Margir félagar í leikfélaginu hafa stigið sín fyrstu spor í Hugarflugi. Úr verður ca. klst löng dagskrá með fjölbreyttri og góðri skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
 
Að þessu sinni bíður Hugarflugði upp á ný verk, tónlist, tímaflakk, guðlegar verur og óvænta gesti í bland við fullt meira.
 
Allir velkomnir, frítt inn. 


Hugarflugsfundur
06.09.2016 - Jónheiður Ísleifsdóttir
 
Á fimmtudaginn 8. September kl. 20:00 ætlum við að halda fyrst hugarflugsfundinn fyrir Hugarflug haustsins sem verður í lok September.

Hugarflug ef vettvangur fyrir alla sem langar til að stíga á svið eða vinna á bak við tjöldin að gera svo. Á hugarflugi má gera það sem hugurinn girnist. Til dæmis: 

* Setja á svið stuttverk (Leikur, leikstjórn, búningar, ljós og hljóð)
* Flytja ljóð 
* Vera með söngatriði 
* Sýna töfrabrögð 
* Vera með uppistand  

Eða hvað sem þér dettur í hug. Eina krafan sem við gerum er að þú látir okkur vita hvað þig langar að gera.

Æfingaferlið er 3-5 vikur, stutt en hnitmiðað og upplagt fyrir þá sem ekki gefa kost á sér í stóra verkefni vetrarins en vilja engu að síður sinna listinni. Margir ungir leikarar hafa stigið sín fyrstu spor á Hugarflugi og oftar en ekki eru hinir ungu og óslípuðu leiklistardemantar yngri kynslóðarinnar stór partur leikhópsins í bland við eldri og reyndari.

Fundurinn er ætlaður til að láta vita af sér og til að para saman fólk sem vill leika við leikstjóra, finna verk til að sýna og hittast og ráða ráðum okkar.

Endilega láttu sjá þig og leyfðu huganum að fljúga :)


Haustfundur Leikfélags Selfoss
06.09.2016 - Jónheiður Ísleifsdóttir
 
Vetrarstarfi Leikfélags Selfoss verður ýtt úr vör með hinum árlega haustfundi í Litla leikhúsinu við Sigtún núna á miðvikudaginn, 7. september, kl. 20:00. 

Á fundinum verður dagskrá vetrarins kynnt en margir stórir sem smáir viðburðir verða á dagskrá á leikárinu þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi bæði sem áhorfendur og þátttakendur. Fundurinn verður léttur og notalegur að vanda, heitt kaffi á könnunni og allir velkomnir. 

Sérstaklega tökum við vel á móti nýju fólki sem hefur áhuga á að bætast í hina sívaxandi leikhúsfjölskyldu eða vill kynna sér starf leikfélagsins betur.


Leikfélag Selfoss / Sigtún 1, 800 Selfoss / leikfelagselfoss@gmail.com